Lýsing
Rafstjórn hefur um langt árabil séð fyrirtækjum, stofnunum og heimilum fyrir kælingu, hvort sem um er að ræða kælingar á heitum rýmum eins og tölvurýmum, rofaherbergjum eða skrifstofum og heimilum.
Öll þau tæki sem Rafstjórn setur upp og er ætlað til kælinga eru byggð upp með kælivökva og kælipressu sem gerir það að verkum að þau eru ekki háð hita úti svo framalega sem hann er ekki yfir 40°C
Mitsubishi KXS kælitækin henta mjög vel þar sem setja þarf fleiri en þrjú tæki inni, t.d. í skrifstofum og heimilum, þá er hægt að velja um nokkrar gerðir og stærðir allt eftir því hvað hentar á hverjum stað og samtengja þau öll.
Hægt er að tengja kælitækin við hússtjórnarkerfi BMS og notast við skjámyndakerfi CompTrol frá Stulz, þá er hægt að skoða stöðuna á öllum tækjum í gegnum tölvu, senda SMS við bilun o.fl.
Rafstjórn hefur nú þegar sett upp þrjú svona kerfi með allt frá 9 upp í 20 innitæki, með heildar kælingu allt að 45 kw, með mjög góðum árangri.