Um okkur

Fyrirtækið Rafstjórn ehf. var stofnað í janúar 1986 af Erling Guðmundssyni.

Aðalstarfssemi fyrirtækisins er uppsetning og viðhald loftræstikerfa og kælikerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir

Hjá fyrirtækinu starfa nú 11 starfsmenn, með áratuga reynslu í uppsetningu og viðhaldi loftræstikerfa. Undanfarin ár hefur verið  mikil aukning í sölu og þjónustu á kælibúnaði fyrir tölvu- og skrifstofurými.

Rafstjórn selur loftræstikerfi, kælitæki, rakatæki, rekstrarvörur, vatnshreinsibúnað og stjórnbúnað fyrir loftræstikerfi. Fyrirtækið hefur um árabil flutt inn og selt hágæða kæliskápa fyrir tölvurými frá Stulz í Þýskalandi.

Á árinu 2000 hóf fyrirtækið innflutning á kælitækjum fyrir minni tölvurými og sérstaklega hljóðlát tæki fyrir skrifstofur og fundarsali. Kælitækin geta á stundum komið í stað loftræstikerfis og eru mun ódýrari lausn og virka oft enn betur.

Helstu verkefni

Rafstjórn hefur  annast viðhald loftræstikerfa hjá Arion Banka, fasteignir Garðabæjar, Bessastaða, handritageymsla Árnastofnunar, fasteignir Reykjanesbæjar, Isavia, Norðurál, Nóa Síríus,  auk fjölda annarra  verkefna.