Þjónusta

Loftræstikerfi frá A-Ö

Rafstjórn selur loftræstikerfi, kælitæki, rakatæki, vatnshreinsibúnað, rekstrarvörur og stjórnbúnað fyrir loftræstikerfin.

Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og sinnum viðskiptavinum okkar fljótt og vel.

Fyrirbyggjandi viðhald

Reglulegt eftirlit með loftræstikerfi viðskiptavinarins leiðir til sparnaðar og rekstraröryggis.Ör þróun á sér stað á sviði tölvuvæddra stýrikerfa. Við stillingar og prófanir á kerfunum eru notuð tæki sem eru sérhönnuð fyrir slík verkefni.

Sótthreinsun loftræstikerfa

Sótthreinsun er nauðsynleg til þess að bakteríur geti síður þrifist í loftræstikerfum. Léleg loftgæði geta aukið einkenni þeirra sem haldnir eru ofnæmi.

Kælitæki til leigu

Við bjóðum kælitæki/kæliskápa til leigu, til lengri eða skemmri tíma.

Markmið

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu þjónustu sem völ er á.