Lýsing
Vatnslokamótorar með gír, fyrir VUN vatnsloka.
Vatslokamótor AVM 105S og AVM 115S eru með svokallaðri SUT stýringu. Hún er þannig uppbyggð að hægt er að velja á milli þess að hafa þá 2 punkta, 3 punkta eða 0-10v stýringu, auk þess er hægt að velja hvort lokinn opnar línulega eða hlutfallslega.
Þegar vatnslokamótor er spennusettur byrjar hann á því að keyra enda í enda, í leiðinni mælir hann vegalendina sem hann þarf að keyra og festir það inni í mynni þannig að hann er aldrei að erfiða í full opinni eða full lokaðri stöðu, til viðbótar við þetta reynir hann lokuðu stöðuna reglulega, til þess að vera viss um að hann loki fullkomlega, þar sem hún breytist alltaf lítillega
Þessir vatnslokamótorar eru 24v ac / dc, með stöðuvísun.
Vatnslokamótorar 250 – 500Nm.