Stulz Ultrasonic BNB

Stulz BNB Ultrasonic rakatækin eru mjög hentug í opin rými.

Vörunúmer: Stulz Ultrasonic BNB Flokkur:

Lýsing

Rafstjórn er með umboð fyrir Ultrasonic rakatæki frá fyrirtækinu Stulz í Þýskalandi.

Stulz BNB Ultrasonic rakatæki vinna þannig að þau nota hreinsað kalt vatn, því þarf hreinsitæki fyrir þau, í tækinu eru membrur sem sveiflast með miklum hraða, við það myndast vatnssúla sem sprengir loftbólur á yfirborði vatnsins og mynda nokkurs konar þoku, í tækjunum er síðan lítill blásari sem blæs þokunni í rýmið, þessi tæki nota eingöngu um það bil 7% af þeirri raforku sem gufurakatæki notar til þess að framleiða sama magn af raka og þurfa mun minna viðhald, auk þess er rekstraröryggið mun meira í Ultrasonic rakatækjunum.

Ekki þarf að hafa áhyggjur af sýklamyndun eða óhreinindum vegna þess að þegar membrurnar sveiflast myndast það mikill þrýstingur að gerlar og gróður geta ekki þrifist þar.

Við höfum áætlað að Ultrasonic rakatækin séu um það bil 2,5 – 3 ár að vinna upp mismuninn á stofnkostnaði á þeim og gufu rakatækjunum, sé tekið mið af rekstrar- og viðhaldskostnaði, ekki tekið tillit til uppsetningarkostnaðar og að auki er alltaf spurning hvernig menn meta rekstraröryggið.

Stulz Ultrasonic BNB rakatækin eru til í sex stærðum frá 1 til 8 lítrar á klukkustund.

Sérstaka stjórnstöð þarf á hvert rakatæki til þess að stjórna rakatækinu, hægt er að tengja rakanema beint við stjórnstöðina og stýra því ýmist af/á eða hliðrænt.

Þar sem ekki er hægt að koma fyrir Ultrasonic rakatækjum af einhverjum orsökum, er hægt að notast við Stulz SupraSteam gufurakatæki, en hafa ber í huga að þau eru mun orkufrekari.

Bæklingur

Stulz Ultrasonic

Tækniupplýsingar

Stulz Ultrasonic BNB