STULZ CyberRow

STULZ CyberRow eru kæliskápar sem henta vel í allar stærðir tölvurýma.

Vörunúmer: CRS, CRL Flokkur:

Lýsing

Þegar verið er að ákveða hvaða kæliskáp skal nota, er ýmislegt sem huga þarf að.

    1. 1. Skápurinn þarf að vera nægjanlega stór og alltaf þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að stækka hann eða bæta við þar sem þróunin er sú að örgjörvar verða sífellt öflugri þó svo að þeir taki ekki meira pláss og þarf því að kæla fleiri kw á fermetra.
    1. 2. Skápurinn þarf að taka lítið pláss því hver fermetri er dýr.
    1. 3. Rekstrarkostnaður þarf að vera í lámarki.
    1. 4. Rekstaröryggi þarf að vera mikið.

Hjá Stulz hefur verið hugsað mikið um alla þessa liði auk annarra liða sem ekki eru tíundaðir hér. Rekstaröryggi hefur verið aukið og hægt er að tengja þá við hússtjórnarkerfi, senda aðvaranir með SMS eða beintengja aðvörun við öryggiskerfi, rekstaröryggi er einnig hægt að auka með því að vera með fleiri en einn kæliskáp fyrir sama rými þannig að ef einn bilar eða er í viðhaldi hefur það ekki áhrif á kælingu rýmisins.

CyberRow kæliskápar eru kæliskápar sem henta vel í bæði minni og stærri tölvurými.
Þeir eru með fullkominni stjórnstöð, hægt er að tengja allt að 32 skápa saman og skoða þá og stjórna frá einum stað þó svo að þeir séu í sitt hvoru herberginu, hægt er að tengja þá við hússtjórnarkerfi og margt fleira.

Þessir kæliskápar eru sérstaklega hannaðir til þess að vera staðsettir inn á milli tölvurekka, þeir blása þá köldu lofti framan við tölvurekkana og draga heitt loft síðan frá þeim að aftan.

Einnig er að fá mikið af aukahlutum við þennan skáp t.d. vatnslekaviðvörun, þéttivatnsdælu, ristar og fleira.
Nokkrar útgáfur eru til af honum t.d. með loftkældum eimsvala, vatnskældum eimsvala, sambland af vatnskældum og loftkældum og fleira.

Að sjálfsögðu er einnig hægt að notast við „free cooling“ á þessum kæliskápum.

Bæklingur

Stulz CyberRow bæklingur

Tækniupplýsingar

Stulz CyberRow