Loftræstikerfi
Inniloft hefur ætíð veruleg áhrif á starfsumhverfið og líðan starfsfólks sem þar vinnur
Algengustu kvartanir vegna óþæginda í starfsumhverfi tengjast innilofti. Þar skiptir loftgæði nokkru máli.
Rétt stilling loftræsti- og hitakerfa skipta því höfuðmáli varðandi líðan, þæginda og ánægju starfsfólks.
Rafstjórn er fyrirtæki sem er sérhæft í uppsetningu og viðhaldi á loftræsti- hita- og kælikerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir
Fersku lofti þarf jafnan að veita inn í vinnurými. Góð loftræsting kemur í veg fyrir að inniloft verði starfsfólki til ama. Æskilegt er að 15 –20 m3 af fersku lofti berist hverjum starfsmanni á klukkustund ef mengandi starfsemi fara ekki fram í vinnurýminu.
Tölurnar eru líka háðar stærð rýmisins og fjölda starfsmanna sem þar vinna.
Spara má orku með því að nota varmaskipta
Vélræn loftræsting fjarlægir visst rúmmagn lofts og getur flutt inn í staðinn síað, upphitað útiloft. Tæknilega fullkomin vélræn loftræstikerfi geta bæði kælt loft og hitað og bætt raka í loft sem um það fer. Verði dragsúgur til ama, þegar köldu lofti er blásið inn, er hægt að vinna gegn því með því að hita loftið upp.
Spara má orku með því að nota varmaskipta þannig að heitt loft á leið út sé notað til að hita upp það kalda sem dregið er inn. Ástæða er til að mæla með því að hafa nokkurn yfirþrýsting þannig að dálítið meira lofti sé blásið inn en út.
Við hönnun vinnuhúsnæðis og skipulagningu þess þarf að stefna að sem minnstum hávaða frá hita- og loftræstikerfum. Þar sem kyrrð þarf að ríkja og samræður að vera auðveldar er miðað við að hávaði frá slíkum kerfum fari
ekki yfir 35 dB.
Hönnun og uppsetning vélrænna loftræstikerfa krefst sérfræðikunnáttu vegna þess hve margar kröfur þarf að uppfylla til þess að árangur verði góður og hvorki gæti dragsúgs né orkusóunar. Best hentar að hafa inntak fyrir loftræstikerfi uppi á þaki bygginga, fjarri útblástursopi eða öðru sem getur mengað loftið. Góð not af loftræstikerfi eru háð því að starfsmenn með tilskilda þekkingu hugsi vel um viðhald þess og þrif.
Rafstjórn hefur sérhæft sig í stillingum og vihaldi á öllum tegundum af loftræstikerfum og hefur komið sér upp sérhæfðum mælum og tækjum til þess.
Mikill ávinningur af reglubundnu fyrirbyggjandi viðhaldi loftæstikerfa
Í ljós hefur komið, að mikill ávinningur er að því að vera með gott reglubundið fyrirbyggjandi viðhald loftæstikerfa enda hefur það komið í veg fyrir mikinn óvæntan kostnað auk þess að viðhalda verðgildi þeirra eins og kostur er og halda þeim í góðu ástandi. Rekstrarkostnaður bæði rafmagns og hita getur í mörgum tilfellum minnkað til mikilla muna auk þess sem ánægja starfsmanna, sem vinna í húsum með gott loftræstikerfi, verður seint metið til fjár.