Kælikerfi

Inniloft hefur ætíð veruleg áhrif á starfsumhverfið og líðan starfsfólks sem þar vinnur.

Algengustu kvartanir vegna óþæginda í starfsumhverfi tengjast innilofti. Þar skiptir lofthiti nokkru máli. Með tilkomu stærri og fleiri glugga á skrifstofubyggingum hefur þörf fyrir sérstaka kælingu vegna sólarálags aukist verulega.

Rafstjórn hefur um langt árabil séð fyrirtækjum, stofnunum og heimilum fyrir kælingu, hvort sem um er að ræða kælingar á heitum rýmum eins og tölvurýmum, rofaherbergjum eða skrifstofum og heimilum.

Rafstjórn er með umboð fyrir kælitæki frá Þýska fyrirtækinu Stulz.

Öll þau tæki sem Rafstjórn setur upp og er ætlað til kælinga eru byggð upp með kælivökva og kælipressu (varmadæla) sem gerir það að verkum að þau eru ekki háð hita úti svo framalega sem hann er ekki yfir 40°C, að auki eru mörg tækjanna vatnskæld.

Ekki er sama hvort verið er að kæla herbergi þar sem eingöngu eru tæki eða herbergi þar sem fólk er. Það sem þarf sérstaklega að hafa í huga þegar verið er að ákveða hvers konar kælitæki á að setja í rými þar sem fólk er að staðaldri, er hávaði og útlit.

Rafstjórn er með mikið úrval af kælitækjum

Rafstjórn er með mikið úrval af kælitækjum sem uppfylla þetta, í sumum tilfellum hentar vel að fella kælitækin inn í falskt loft, stundum að vera með þau á vegg, í sumum tilfellum hefur verið teknir niður ofnar og sett kælitæki í staðinn en hafa skal í huga að flest kælitæki sem Rafstjórn selur fyrir skrifstofurými og heimili eru þannig uppbyggð að einnig er hægt að hita með þeim. Í þessum kælitækjum er sérstaklega hugsað um hávaða og eru flest tækin frá 21dB, sum þeirra eru hönnuð til þess að vera staðsett í svefnherbergi og eru því einstaklega hljóðlát.

Kæliskápar í tölvurými

Þegar verið er að kæla í rýmum þar sem fólk er ekki að staðaldri, t.d. tölvurými, skiptir útlit og hávaði ekki eins miklu máli, þar er hentugast að notast við kæliskápa sem eru sérhannaðir til kælingu á þeim, þau rými eru oft með tölvugólfi þannig að hægt er að blása undir gólfið og síðan annað hvort upp í gegnum tölvuskápana sem þarf að kæla eða framan við þá, eftir þörfum.

Þó svo að útlit og hávaði skipti ekki eins miklu máli í svona rými hefur fyrirtækið Stulz lagt mikið upp úr því að kæliskáparnir þeirra séu fallegir og að hávaði sé í lámarki.

Þegar verið er að ákveða hvaða kæliskáp skal nota, er ýmislegt sem huga þarf að.

  1. Kæliskápurinn þarf að vera nægjanlega stór og alltaf þarf að gera ráð fyrir að hægt sé að stækka hann eða bæta við þar sem þróunin er sú að örgjörvar verða sífellt öflugri þó svo að þeir taki ekki meira pláss og þarf því að kæla fleiri kw á fermetra.
  2. Skápurinn þarf að taka lítið pláss því hver fermetri er dýr.
  3. Rekstrarkostnaður þarf að vera í lámarki.
  4. Rekstaröryggi þarf að vera mikið.

Gæða kæliskápar frá Stulz

Hjá Stulz hefur verið hugsað mikið um alla þessa liði auk annara liða sem ekki eru tíundaðir hér. Í síðustu hönnun voru til dæmis skáparnir minnkaðir án þess að minnka afköst, einangrun var bætt til þess að minnka hávaða, settur var nýr blásari í hann sem er beindrifinn og því engin reim í honum og í þeim eru hraðabreytir sem minnkar hraða blásara þegar lítið álag er þannig að rekstrarkostnaður er minni.

Rekstaröryggi hefur einnig verið aukið og hægt er að tengja þá við hússtjórnarkerfi og senda aðvaranir með SMS eða beintengja aðvörun við öryggiskerfi, rekstaröryggi er einnig hægt að auka með því að vera með fleiri en einn kæliskáp fyrir sama rými þannig að ef einn bilar eða er í viðhaldi hefur það ekki áhrif á kælingu rýmisins.

Eins og áður kom fram er Rafstjórn með mikla reynslu af kælingum hvort heldur sem er fyrir skrifstofur eða tölvurými, auk þess að hafa víðtæka og áratuga reynslu og þekkingu á loftræsti-  hita- og kælikerfum.