Rakakerfi

Rafstjórn býður upp á tvær gerðir rakatækja, sem eru sérstaklega hönnuð til þess að halda loftraka í innilofti hæfilegu.

Annars vegar gufurakatæki og hins vegar Ultrasonic rakatæki. sjá nánar hér: (/voruflokkur/stulz-rakataeki/ )

Inniloft hefur ætíð veruleg áhrif á starfsumhverfið og líðan starfsfólks sem þar vinnur. Algengustu kvartanir vegna óþæginda í starfsumhverfi tengjast innilofti. Þar skiptir loftraki nokkru máli.

magn af vatnsgufu í andrúmsloftinu

Með loftraka er átt við hlutfallslegt magn af vatnsgufu í andrúmsloftinu. Hann er mældur og gefinn upp sem hundraðshluti þess rakamagns sem getur verið í loftinu við tiltekið hitastig.

Hækki hitastig getur loftið geymt meiri vatnsgufu. Í köldu lofti er næstum engin vatnsgufa. Þess vegna mælist rakastig lágt innandyra á veturna. Kalt loft berst inn, eða er blásið inn með loftræstikerfi, og er hitað upp, sé raka (vatnsgufu) ekki bætt í það lækkar rakastig loftsins.

Því er það þannig, hér á Íslandi, að á veturna er alla jafnan frekar þurrt en mun rakara á sumrin.

Að jafnaði veldur loftraki ekki óþægindum. Þó getur lítill loftraki valdið ertingu í augum, á vörum og í öndunarfærum, einkum ef loftið er of heitt og/eða ryk er í því. Auk þess eykur lítill loftraki myndun stöðurafmagns.

Loftraki getur sveiflast yfir árið frá u.þ.b. 20% á veturna til allt að 60% að sumarlagi. Venjulega finnur fólk ekki fyrir rakabreytingum ef hitinn er á bilinu 20–22°C. En sé hitinn kominn yfir 24°C finnst fólki loftið þungt og þvingandi ef loftrakinn er 50% eða meiri á sama tíma.

Ekki hafa verið settar reglur um rakastig á vinnustöðum

Ekki hafa verið settar reglur um rakastig á vinnustöðum. Með hækkandi hitastigi og auknu álagi við vinnu aukast áhrif loftrakans á líðan starfsmanns. Því meiri sem loftrakinn er því hærri virðist hitinn vera. Sé loftið hreint gætir ekki mikilla óþæginda, s.s. frá þurri slímhimnu, enda þótt loftrakinn verði mjög lítill. En sé mikið ryk í loftinu kann það að virðast þurrt, jafnvel þegar rakinn er innan venjulegra marka.

Þar sem rakatæki eru notuð þarf að gæta ítrasta hreinlætis, þrífa þau rækilega svo að frá þeim berist ekki sýklar og sveppagróður

Eins og áður segir býður Rafstjórn upp á tvær gerðir rakatækja, sem eru sérstaklega hönnuð til þess að halda loftraka í innilofti hæfilegu. Annars vegar gufurakatæki og hins vegar Ultrasonic rakatæki, sjá nánar hér. (https://rafstjorn.is/voruflokkur/stulz-rakataeki/ )

Gufurakatæki er þannig uppbyggt að það sýður vatn og nýtir gufuna sem frá því kemur til þess að auka rakann í inniloftinu.

Ultrasonic rakatæki hins vegar byggir á annari tækni, í grófum dráttum þannig að í tækjunun eru membrur sem sveiflast með miklum hraða og myndar hárfínan úða, eins og þoku sem er síðan blásið í inniloftið, annað hvort með loftblæstri loftræstikerfis, ef það er fyrir hendi, eða með blásara í Ultrasonic tækinu.