Hitakerfi

Inniloft hefur ætíð veruleg áhrif á starfsumhverfið og líðan starfsfólks sem þar vinnur.

Algengustu kvartanir vegna óþæginda í starfsumhverfi tengjast innilofti. Þar skiptir lofthiti nokkru máli. Rétt stilling hitakerfa skipta því höfuðmáli varðandi líðan, þæginda og ánægju starfsfólks.

Rafstjórn hefur sérhæft sig í stillingum og vihaldi á öllum tegundum af hitakerfum og hefur komið sér upp sérhæfðum mælum og tækjum til þess.

Algengustu hitakerfi á Íslandi til íbúða – húshitunar eru ofnakerfi, en á síðari árum hafa gólfhitakerfi verið mikið notuð. Loftræstikerfi til húshitunar íbúða voru vinsæl fyrr á tímum en hafa dvínað, í fyrirtækjum, stofnunum, skrifstofum, verslunar- og iðnaðar húsnæðum eru hins vegar nær eingöngu notuð loftræstikerfi til hitunar og loftskipta.

Kyrrsetustörf gera meiri kröfur en önnur störf

Til þess að starfsmönnum finnist hitastig vera við hæfi þarf að vera samræmi á milli lofthita, áreynslu og klæðnaðar. Kyrrsetustörf gera meiri kröfur en önnur störf til þess að lofthiti sé við hæfi vegna þess að í kyrrsetu er fólk næmara fyrir hitabreytingum.

Það sem menn taka að jafnaði fyrst eftir varðandi breytingar á innilofti eru breytingar á hitastigi loftsins. Sé of kalt í vinnurými bregst líkaminn við með því að auka vöðvaspennuna. Við það aukast efnaskiptin og líkamshitinn helst stöðugur. Erfiðara verður að hreyfa fingurna, vinnuhraði minnkar og hætta á mistökum eykst. Verði of heitt í vinnurými slaknar á vöðvunum og svitamyndun eykst. Strax þegar hitinn er nokkrum gráðum yfir það sem þykir þægilegt færist drungi yfir marga. Þar með dregur bæði úr andlegri og líkamlegri færni. Líkur á mistökum aukast, það gætir nokkurrar vanlíðunar og ef til vill höfuðverkjar.

Rannsóknir hafa auk þess sýnt að óæskileg hækkun hita getur dregið úr afköstum um allt að 15%.

Flestum finnst þægilegast ef hitastigið er 21–23°C við kyrrsetustörf. Hafa skal samt í huga að flestu fólki finnst óþægilegt ef hitabreytingar yfir daginn verða meiri en 4°C.

Ljóst er að rétt stilling hitakerfa getur haft lykiláhrif á ánægju, afköst og vellíðan starfsfólks, auk þess sem rétt stillt hitakerfi getur haft verulegan sparnað í för með sér varðandi orkukostnað.

Eins og áður segir hefur Rafstjórn sérhæft sig í stillingum og vihaldi á öllum tegundum af hitakerfum og hefur komið sér upp sérhæfðum mælum og tækjum til þess.

Þar að auki er Rafstjórn með umboð fyrir stjórnbúnað frá Sauter sem er fyrirtæki sem er framleiðir allan stjórnbúnað fyrir hitakerfi.

Starfsmenn Rafstjórnar eru sérþjálfaðir í uppsetningu, viðhaldi og stillingum á öllum tegundum hitakerfa, með áratuga reynslu og sækja reglulega endurmenntun.